Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Foreldrafélag FS stofnað
Þriðjudagur 15. september 2009 kl. 09:57

Foreldrafélag FS stofnað


Foreldrafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja var stofnað síðastliðinn föstudag á fjölmennum kynningarfundi sem efnt var til í húsakynnum skólans.
Foreldrar nýnema voru sérstaklega boðaðir á fundinn og þeir fengu einnig tækifæri til að ræða við umsjónarkennara barna sinna. Þeir hlýddu á skólameistara og aðstoðarskólameistara kynna skólann og síðan var sýnt hvernig foreldrar geta nýtt aðgang sinn að skólakerfinu Innu til að fylgjast með námi barna sinna.  Að lokinni kynningu á sal hittu umsjónarkennarar foreldra umsjónarnemenda sinna og kynntu þeim umsjónarkerfi skólans og þær reglur sem gilda um nám og ástundun.


Á fundinum var foreldrafélag stofnað við skólann en í framhaldsskólalögum sem sett voru á síðasta ári er gert ráð fyrir að foreldraráð starfi við alla framhaldsskóla. Stefanía Valgeirsdóttir var kjörinn formaður félagsins en aðrir stjórnarmenn eru Hildur Ásmundsdóttir, María Magnúsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Skúli Jónsson og Steinþóra Eir Hjaltadóttir.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mynd/fs.is - Frá fundinum.