Fordæma tilraunir Flugmálastjórnar
Á félagsfundi deildar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á Keflavíkurflugvelli í morgun var samþykkt tillaga að samkomulagi sem náðist milli LSS og Flugmálastjórnar síðasta þriðjudag. Samkomulagið kveður á um fækkun á aukastörfum auk þess sem þau eru nákvæmlega útlistuð. Greiðslan fyrir aukastörfin lækkar í stað þess að falla niður eins og Flugmálastjórn tilkynnti í apríl sl.
Jafnframt var eftirfarandi áyktun samþykkt á fundinum:
„Félagsfundur deildar LSS á Keflavíkurflugvelli 31. júlí 2008, fordæmir tilraun Flugmálastjórnar til að taka einhliða ákvörðun um breytingar á störfum slökkviliðsmanna og krefst þess að fullt samráð verði haft í framtíðinni.“
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi