Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forðaði árekstri við kött
Mánudagur 2. mars 2015 kl. 11:33

Forðaði árekstri við kött

– en hafnaði í árekstri við annan bíl

Árekstur varð um helgina þegar köttur hljóp í veg fyrir bifreið í Njarðvík. Ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina til að keyra ekki yfir köttinn og við það hafnaði önnur bifreið aftan á henni.

Þá urðu nokkrir ökumenn staðnir að hraðakstri eða að sinna ekki stöðvunarskyldu. Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af bifreiðum sem voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024