Fór yfir hringtorg og hafnaði á umferðarmerki
 Laust fyrir kl. 16 í dag var lögreglan í Keflavík kölluð að Rósaselstorgi við Reykjanesbraut. Hafði ökumaður bifreiðar misst stjórn á farartækinu með þeim afleiðingum að bifreiðin fór yfir hringtorgið og hafnaði á umferðarmerki. Bifreiðinn skemmdist ásamt umferðamerkinu.
Laust fyrir kl. 16 í dag var lögreglan í Keflavík kölluð að Rósaselstorgi við Reykjanesbraut. Hafði ökumaður bifreiðar misst stjórn á farartækinu með þeim afleiðingum að bifreiðin fór yfir hringtorgið og hafnaði á umferðarmerki. Bifreiðinn skemmdist ásamt umferðamerkinu. 
Skömmu síðar var lögreglan kölluð á ný inn á Reykjanesbraut vegna áreksturs og útafaksturs, um minniháttar atvik var að ræða en eignatjón var nokkuð, fólki í bílunum varð ekki meint af.
VF-mynd/ Jón Björn


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				