Fór með látum frá landinu
Þessi farþegaþota sem tekur um 560 manns í sæti lét lítið fyrir sér fara á Keflavíkurflugvelli í marga daga. Vélin er í íslenskri eigu og hafði verið leigð í verkefni á vefum FIFA, sem hélt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í Suður Afríku.
Þotan fékk það verkefni að flytja farþega frá Hollandi til Suður-Afríku á úrslitaleikinn á HM.
Þegar þotan loks fór frá Íslandi sl. föstudag fékk hún heimild til lágflugs yfir höfuðborgarsvæðið. Þar á bæ virðist fólk hins vegar bara vera vant Fokkerum og þaðan af minni vélum og því varð þetta ferlíki til að skelfa borgarbúa, samkvæmt fréttum fjölmiðla í höfðuborginni.