Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 24. desember 2001 kl. 22:13

Fór betur en á horfðist

Betur fór en á horfðist þegar lítil fólksbifreið valt við Ellustekk á Garðvegi á þriðja tímanum í dag.Bifreiðinni var ekið í átt að Garði en við svokallaðan Ellustekk missti ökumaður stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn valt nokkrar veltur út í móa. Sjúkraflutningsmenn aðstoðuðu ökumanninn út úr bílnum og fluttu í börum að sjúkrabílnum. Samkvæmt upplýsingum Brunavarna Suðurnesja voru meiðslin ekki alvarleg og viðkomandi gat haldið jólin heima hjá sér eftir skoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024