Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fór á bílnum í búð
Föstudagur 16. júní 2006 kl. 09:46

Fór á bílnum í búð

Bifreið var ekið inn um hurð í verslun við Kjarna, um eittleytið í nótt.  Ökumaður bílsins missti vald á henni með þessum afleiðingum en hann gaf lögreglu þá skýringu að hann hefði aukið við eldsneytisgjöfina út úr hringtorgina á gatnamótum Vatnsnesvegar og Hafnargötu. Við það gerðist fararskjótinn meira viljugur en gott getur talist og missti ökumaður við það stjórnina með fyrrgreindum afleiðingum. Þótti mikil mildi að ekki var neinn á ferli á gangstéttini þegar þetta varð.  Að sögn íbúa við Hafnargötuna hrökk hann upp af fastasvefni við mikið ískur í dekkjum augnabliki áður en bifreiðin skall á hurðinni. Ökumaðurinn hefur samkvæmt því gefið lögreglu rétta útskýringu á tilurð óhappsins.

Um á tíunda tímanum í gærkvöld varð árekstur milli tveggja bifreiða á Hafnargötu í Keflavík. Tjón var minniháttar á ökutækjum og engin slys á fólki

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024