Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fölsun á nafni og netfangi og ærumeiðingar kærðar til lögreglunnar í Keflavík
Föstudagur 23. janúar 2004 kl. 19:47

Fölsun á nafni og netfangi og ærumeiðingar kærðar til lögreglunnar í Keflavík

Víkurfréttir hafa ákveðið að loka spjallþráðum hér á vef Víkurfrétta. Lokunin er a.m.k. tímabundin á meðan skoðað er með hvaða hætti er hægt að koma í veg fyrir misnotkun á spjallþráðunum. Þó nokkuð hefur borið á rætnum þráðum og níði í garð nafngreindra persóna og það allt í skjóli nafnleyndar.

Það þjónar ekki hagsmunum Víkurfrétta að halda úti spjallþráðum sem þurfa 24 tíma gæslu þar sem notendur koma inn í skjóli nafnleyndar og halda uppi árásum á nafngreint fólk. Víkurfréttir hafa síðustu daga þurft að hafa mörg inngrip í það sem er að eiga sér stað á spjallinu. Umsjónarmenn vefsíðunnar hafa lagt fram óskir um að þátttakendur haldi sig á „mottunni“ en án árangurs. Þess vegna þarf að grípa til þessarar aðgerðar, að loka fyrir aðgang að spjallinu. Meðal annars hefur það gerst að menn hafa notað nöfn og tölvupóstföng annarra inni á spjallinu, þ.e. þóst vera nafngreinar persónur.

Lögreglan í Keflavík tók í dag við kæru vegna misnotkunar á nafni og netfangi á spjallþráðum Víkurfrétta. Einnig voru ærumeiðingar kærðar. Með kærunni voru lagðar fram útskriftir af spjallþráðum Víkurfrétta, ásamt gögnum sem gera lögreglu fært að láta rekja slóð þess sem misnotaði nafnið og póstfangið. Brotið sem var framið varðar fangelsi allt að einu ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024