Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fólskuleg árás í Keflavík í nótt
Sunnudagur 31. desember 2006 kl. 11:48

Fólskuleg árás í Keflavík í nótt

Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás fyrir utan veitingastað í Keflavík rétt fyrir kl. 5 í nótt. Þar var maður sleginn í höfuðið með flösku.

 

Hlaut maðurinn stóran og djúpan skurð á hnakka og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárum hans. Hann mun ekki vera með lífshættulega áverka. Árásaraðili var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024