Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fólskuleg árás, ölvun og hraðakstur
Mánudagur 8. maí 2006 kl. 09:16

Fólskuleg árás, ölvun og hraðakstur

Rúmlega tvítugur Keflvíkingur meiddist á gagnauga snemma í gærmorgun þegar hann varð fyrir fólskulegri árás félaga síns. Sá notaði poka með bjórflöskum sem vopn. Manninum var komið fljótlega undir læknishendur, þar sem gert var að sárum hans, sem blessunarlega reyndust ekki alvarleg.

Á áttunda tímanum í gærmorgun var tilkynnt um ofurölvi mann sem sat á gangstétt utan við bakarí á Hafnargötu í Keflavík. Sökum ölvunarástands mannsins var hann hýstur í fangageymslu lögreglunnar. Þá fékk annar sömuleiðis gistingu hjá lögreglu í nótt af sömu sökum.

19 ára ökumaður var stöðvaður á 140 km hraða á Grinadvíkurvegi laust fyrir klukkan hálf ellefu í gærkvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024