Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fólksflóttinn hafinn
Föstudagur 21. ágúst 2009 kl. 09:54

Fólksflóttinn hafinn


Fólksfjölguninni, sem einkennt hefur mannlíf á Suðurnesjum undanfarin ár, er lokið í bili. Fleiri fluttu frá svæðinu en til þess á fyrri árshelmingi 2009,  samkvæmt tölum Hagstofunnar um búferlaflutninga.

Í Reykjanesbæ var flutningsjöfnuður neikvæður fyrstu sex mánuði ársins um 137 einstaklinga, þ.e. brottfluttir umfram aðflutta. Alls fluttu 716 frá sveitarfélaginu en 579 til þess.  Á síðasta ári var flutningsjöfnuðurinn í Reykjanesbæ hins vegar jákvæður um 611 einstaklinga, þ.e. aðfluttir umfram brottflutta.

Grindavík er eina sveitarfélagið með jákvæðan flutningsjöfnuð. Þar voru þrír aðfluttir umfram brottflutta.

Í Sandgerði var flutningsjöfnuður neikvæður um 21, í Garði um 31 og 10 í Vogum.

Í heildina voru því 199 einstaklingar brottfluttir umfram aðflutta á Suðurnesjum.

Á fyrri helmingi ársins 2009 fluttu 1.532 fleiri frá landinu en til þess. Á sama tímabili í fyrra var flutningsjöfnuður hins vegar jákvæður um 2.674.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024