Fólksfjölgun mest á Suðurnesjum
Hinn 1. janúar 2012 voru íbúar landsins 319.575. Þeim fjölgaði um 0,4% frá sama tíma árið áður eða um 1.123 einstaklinga. Árið 2011 fæddust 4.496 börn en 1.985 manns létust. Fæddir umfram dána voru því 2.511. Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagstofan sendi frá sér um mannfjöldaþróun á Íslandi.
6.982 Íslendingar fluttust utan en 5.578 til landsins. Brottfluttir umfram aðflutta voru því 1.404 árið 2011. Hlutfallslega varð fólksfjölgunin mest á Suðurnesjum, þar sem íbúum fjölgaði um 0,7%, eða 154 frá síðasta ári. Þá fjölgaði landsmönnum að meðaltali um 0,8% á ári. Suðurnes voru á tímabilinu töluvert fyrir ofan landsmeðaltal með 2,4% árlega fjölgun.
Framfærsluhlutfall barna og ungs fólks undir tvítugu var misjafnt eftir landsvæðum. Hlutfallið var hæst á Suðurnesjum þar sem það var 53 af hverjum 100 á vinnualdri. Á öðrum landsvæðum var framfærsluhlutfall ungmenna á bilinu 48 til 51 af hundraði.