Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fólksfjölgun í Reykjanesbæ á við eitt álver á ári næstu árin
Mánudagur 23. apríl 2018 kl. 06:00

Fólksfjölgun í Reykjanesbæ á við eitt álver á ári næstu árin

„Gera má ráð fyrir að stór hluti nýrra íbúa verði af erlendu bergi með tilheyrandi álagi, áhrifum og breytingum á innviðum, þjónustu, samfélagsmynstri og menningu sem nauðsynlegt er að fylgjast með, mæla og rannsaka,“ segir í bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar 18. apríl sl. um.tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

„Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar fram kominni þingsályktunartillögu. Eins og úttekt Aton sýnir hallar verulega á Suðurnesjamenn þegar framlög til ríkisstofnana eru skoðuð á sama tíma og sveitarfélögin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að veita íbúum, þeim sem fyrir eru og nýjum, íslenskum og erlendum, viðunandi stig lögboðinnar þjónustu. Fordæmi eru fyrir sams konar samstarfi og hér er lagt til að komið verði á laggirnar m.a. þegar uppbygging virkjana og álvers á Austurlandi stóð yfir. Spár flugfélaganna og ISAVIA gera ráð fyrir að störfum, eingöngu í tengslum við aukna flugumferð um Keflavíkurflugvöll, muni fjölga um 400-500 á ári næstu árin. Það er eins og eitt álver á ári. Þá eru ótalin öll önnur störf sem þarf að manna á svæðinu. Því er fyrirséð að fólksfjölgun, sem var 8,8% í Reykjanesbæ 2017, mun halda áfram næstu árin.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024