Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fólksfjölgun á Suðurnesjum frá 2001: Mest fjölgun í Vogum
Föstudagur 3. febrúar 2006 kl. 14:39

Fólksfjölgun á Suðurnesjum frá 2001: Mest fjölgun í Vogum

Sveitarfélagið Vogar er með mestu hlutfallslegu íbúafjölgunina á Suðurnesjum síðan í desember 2001, eða 21% aukningu. Sveitarfélagið Garður kemur þeim næstur með 14% fjölgun og Grindavík er þar skammt undan með 12.3%.

Íbúum Sandgerðis hefur fjölgað um 9.7% á tímabilinu, en það athyglisverða við þeirra tölfræði er sú staðreynd að öll sú fjölgun átti sér stað á síðasta ári. Reykjanesbær rekur svo lestina í hlutfallsreikningnum með 3.7% fjölgun, en eru með mestu raunfjölgunina, eða um 400 íbúa. Reykjanesbær er 5. fjölmennasta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri.

Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möllers (S) á Alþingi fyrir skemmstu.

Þar kemur einnig fram að hlutfall erlendra ríkisborgara af íbúum sveitarfélags er hæst í Garði, eða 10.1%. Sandgerði kemur þar næst með 7.4%, þá Vogar með 4.8%, Grindavík með 4.1% og Reykjanesbær með 3.4%.

Hægt er að skoða skýrsluna í heild sinni á vefslóðinni: http://www.althingi.is/altext/132/s/0710.html
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024