Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 3. janúar 2002 kl. 14:29

Fólksfjölgun á Suðurnesjum

Á heimasíðu Reykjanesbæjar fást þær upplýsingar að íbúum á Suðurnesjum hafi fjölgað mest, næst á eftir íbúum höfuðborgarinnar á árinu 2001.Alls fjölgaði um 225 árið 2001 eða um 1,4% sem er næstmesta fjölgun á landinu en fjölgun á höfðuborgarsvæðinu nam 1,7%.
Síðastliðinn áratug hefur íbúum á Suðurnesjum fjölgað um 8,9% sem er næstmesta fjölgun á eftir höfuðborgarsvæðinu sem nam 28,548%.
Fólki fjölgaði á öllum þéttbýlisstöðum á Suðurnesjum nema í Gerðahreppi, þar sem íbúafjöldinn stóð í stað. Mesta fjölgun í þéttbýli var í Reykjanesbæ, 101 eða 0,9%.
Í Reykjanesbæ búa nú 10.942 þar af eru 5.587 karlar og 5.335 konur.
Þessar tölur eru byggðar á bráðabyrgðamati Hagstofu Íslands, en endanlegar tölur eru ekki tilbúnar fyrr en í vor.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024