Fólksbíll og tankbíll rákust saman
Fólksbíll og tankbíll rákust saman á Reykjanesbraut í morgun skammt austan við Grindavíkurafleggjara. Fólksbílinn er talsvert skemmdur eftir óhappið en ökumenn bílanna sluppu ómeiddir. Talsverður viðbúnaður var vegna útkallsins hjá lögreglu og slökkviliði en tækjabíl BS var fljótlega snúið við þegar í ljós kom að slysið reyndist ekki eins alvarlegt og talið var í fyrstu.
Mikið annríki hefur verið í sjúkraflutingum hjá BS í morgun og voru allir bílar í útkalli þegar tilkynnt var um slysið, svo og sjúkrabílinn í Grindavík. Var sjúkrabíll úr Hafnarfirði kallaður en beiðin síðan afturkölluð þegar ljóst var að ekki höfðu orðið slys á fólki.
VF-myndir: Ellert Grétarsson - Frá vettvangi á Reykjanesbraut í morgun.
Mikið annríki hefur verið í sjúkraflutingum hjá BS í morgun og voru allir bílar í útkalli þegar tilkynnt var um slysið, svo og sjúkrabílinn í Grindavík. Var sjúkrabíll úr Hafnarfirði kallaður en beiðin síðan afturkölluð þegar ljóst var að ekki höfðu orðið slys á fólki.
VF-myndir: Ellert Grétarsson - Frá vettvangi á Reykjanesbraut í morgun.