Fólksbíll og strætó í árekstri
Harður árekstur var á Njarðarbraut í Reykjanesbæ á móts við ÓB í gærmorgun
Lítilli fólksbifreið var ekið á strætisvagn, sem kom úr gagnstæðri átt. Strætóbílstórinn náði að beygja frá og koma í veg fyrir enn frekara tjón eðs slys. Ökumaður fólksbílsins taldi sig hafa sofnað undir stýri. Í ljós kom að hann var sviptur ökuréttindum og er hann grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Enginn farþegi var í strætisvagninum Báðar bifreiðarnar voru óökufærar eftir óhappið.