Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fólksbíll endaði 100 metra uppi í urð og grjóti
Fimmtudagur 19. júlí 2018 kl. 10:00

Fólksbíll endaði 100 metra uppi í urð og grjóti

- ökumaður grunaður að vera undir áhrifum lyfja

Lítil fólksbifreið endaði um 100 metra utan vegar, uppi í urð og grjóti rétt við Grindavíkurafleggjara og stöðvaðist á toppnum eftir að hafa endastungist í öllum látunum. Ökumaðurinn skaust út úr bílnum. Hann var sendur með sjúkrabíl á Landsspítalann í Fossvogi. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu meiðsli hans eru mikil. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja. Atvikið átti sér stað á sjöunda tímanum í fyrrakvöld.

Það þykir með ólíkindum hvernig bíllinn gat farið alla þessa leið upp urðina og móann en vitni segja bílinn hafa verið á mikilli ferð. Dekkjaför sjást frá Reykjanesbrautinni þar sem bíllinn fór út af og á leiðinni upp urðina losnuðu margir hlutar bílsins sem er gjörónýtur eftir óhappið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má sjá myndband þar sem sést vel hversu langa leið bíllinn ók inn í hraunið. VF myndir og myndband: Pket.