Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fólksbílar víða fastir á miðri akbraut
Mánudagur 19. desember 2022 kl. 11:29

Fólksbílar víða fastir á miðri akbraut

Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér skýr skilaboð um færðina á Suðurnesjum. Fólksbílar eru fastir mjög víða á miðri akbraut og engin vegur að komast framhjá þeim. Þessi færð er eingöngu fyrir vel búna jeppa, fólksbílar komast einfaldlega ekki leiðar sinnar í þessu færi.

„Jæja kæru vinir, nú eru skilaboðin skýr. Á eftirlitsferð okkar rétt í þessu veittum við því athygli að fólksbílar eru fastir mjög víða á miðri akbraut og engin vegur að komast framhjá þeim. Þessi færð er eingöngu fyrir vel búna jeppa, fólksbílar komast einfaldlega ekki leiðar sinnar í þessu. Festist einn bíll myndast flöskuháls sem er ansi fljótt að skafa upp að og myndast þannig algjört umferðar”klúður”. Þeir sem festa sig á illa búnum bílum tefja fyrir snjómoksturstækjum og stjórnendum þeirra sem eru allir að reyna sittt allra besta. Skilaboð okkar til ykkar eru þessi. Ef þú ert ekki á vel búnum jeppa, vertu þá bara heima og í guðs bænum virðið lokanir.
Dreifið sem víðast.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024