Fólki í Garði er ráðlagt að dvelja innandyra vegna gasmengunar
Uppfært: Í ljós hefur komið að bilun er í mæli Umhverfisstofnunar sem er staðsettur í Garði. Gildin eru því ekki eins há eins og sagt var frá og mælir sýnir á loftgaedi.is
Fyrsta frétt af málinu: Mjög há gildi gastegundarinnar SO2 mælast nú í Garðinum. Mæling kl 16:30 sýndi rúmlega 16.000 µg/m3. Fólki er ráðlagt að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu.
Samkvæmt loftgæðamælingu eru þetta óholl gildi sem mælast í Garðinum.
Hægt er að fylgjast með loftgæðum á loftgaedi.is
Einnig er hægt að nálgast leiðbeiningar á vef Umhverfisstofunar