Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Fólk vill sjá aðra stefnu en þá sem ríkisstjórnin hefur rekið“
Sunnudagur 11. nóvember 2012 kl. 14:34

„Fólk vill sjá aðra stefnu en þá sem ríkisstjórnin hefur rekið“

„Það eru afar ánægjulegar vísbendingar sem birtast í þessari könnun og hleypir auðvitað krafti og baráttuanda í okkur sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi. Ég ítreka þó að þetta eru enn bara tölur á blaði og stóra verkefnið eftir sem er að koma þessari uppskeru í hús í kosningunum í apríl,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi um niðurstöður úr Þjóðarpúlsi Gallup. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn langstærsta framboðið í Suðurkjördæmi með yfir 44% fylgi en könnunin var gerð í október.

„Suðurkjördæmi er nú sterkasta vígi flokksins á landsvísu og hefur reyndar verið að mælast þannig meira og minna allt þetta kjörtímabil, með yfir 40% fylgi að jafnaði. Við náðum góðum árangri í síðustu sveitarstjórnarkosningum og höfum sterka stöðu í meirihluta sveitarfélaga í kjördæminu. Alls staðar þar sem ég kem fæ ég sömu skilaboðin – fólk vill sjá aðra stefnu en þá sem ríkisstjórnin hefur rekið. Fólk vill  uppbyggingu í atvinnulífinu í stað stöðugra árása á einstakar atvinnugreinar, störf verða til og bættan hag heimilanna í landinu. Því munum við berjast fyrir hér eftir sem hingað til og vonandi þannig ná að tryggja okkur þennan góða stuðning í komandi kosningum,“ segir Ragnheiður Elín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024