Fólk vikunnar
Ljósanæturhátíðin kemur ekki af sjálfri sér heldur er það mikil vinna töluvert margra aðila sem færir okkur þennan vinsæla árlega viðburð. Ljósanótt er önnur stærsta menningarhátíð á Íslandi og er sífellt að skipa stærri sess í bæjarlífinu. Þeir sem hafa yfirumsjón með Ljósanæturhátíðinni og skipulagningu hennar eru aðilar sem sitja í Ljósanæturnefnd en það er fólk vikunnar hér á VF.is.
Það eru þau:
Steinþór Jónsson, formaður.
Höfundur/upphafsmaður lýsingar Bergsins og upphafsmaður Ljósanæturhátíðarinnar.
Hefur verð formaður Ljósanefndar frá upphafi.
Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi
Hefur setið í Ljósanefnd frá upphafi
Stefán Bjarkason, framkv.stjóri menningar,-íþrótta- og tómstundasviðs.
Hefur setið í Ljósanefnd frá upphafi
Íris Jónsdóttir, fulltrúi menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs
Hefur setið í Ljósanefnd frá upphafi
Árni Hinrik Hjartarson, fulltrúi fjármála- og rekstrarsviðs
Þetta er annað árið hans í Ljósnefnd.
Gísli H. Jóhannsson, starfsmaður Ljósanefndar.
-Er starfsmaður á vegum Reykjanesbæjar. Þetta er fyrsta árið hans í samstarfi við Ljósnefnd.
Dagskráin sem þau hafa lagt fyrir bæjarbúa er ekki af verri endanum en í dag, föstudag, er nóg um að vera. Fjöldinn allur af myndlistarsýningum opna í dag, Rúnni Júll er með opið hús frá 14-18, KK og Maggi Eiríks verða í Sparisjóðnum í dag klukkan 16:30, Sóprantónleikar í Duushúsum, Rokktónleikar unga fólksins í Frumleikhúsinu, Blues hátíð í Stapanum, Einar Júlíusson ásamt Léttsveit TR á Ránni og trúbadorar á H punktinum.
Hægt er að nálgast dagskrá Ljósanætur í flestum verslunum í Reykjanesbæ og á samkomustöðum ásamt því sem að hún var borin í hvert hús.
Myndin: Ljósanæturnefnd 2005