Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fólk spyrji hvort það sé að versla við björgunarsveitirnar
Mánudagur 29. desember 2008 kl. 12:05

Fólk spyrji hvort það sé að versla við björgunarsveitirnar



Flugeldamarkaðir björgunarsveitanna leggja mikla áherslu á gott úrval vandaðra flugelda. Á Suðurnesjum eru björgunarsveitirnar með flugeldamarkaði í Grindavík, Vogum, Sandgerði og Reykjanesbæ. Þar rekur Björgunarsveitin Suðurnes tvo sölustaði. Annan í söluskúr við Reykjaneshöll, hinn í björgunarmiðstöðinni við Holtsgötu. Flugeldasalan er mikilvægasta fjáröflun björgunarsveitanna. Án þess mikla stuðnings sem almenningur sýnir björgunarsveitunum með kaupum á flugeldum væri ekki hægt að halda úti því öfluga öryggisneti sem björgunarsveitirnar eru fyrir Íslendinga.

Björgunarsveitirnar eru ekki þær einu sem selja flugelda fyrir áramótin. Björgunarsveitarmenn óttast að fólk komi til með að ruglast á sölustöðum og að þeir sem ætli að versla flugelda af björgunarsveitunum fari í góðri trú á ranga sölustaði. Þess vegna leggja björgunarsveitirnar áherslu á að fólk spyrji þegar það er á sölustöðum flugelda hvort það sé að versla við björgunarsveitirnar.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Frá flugeldamarkaði Björgunarsveitarinnar Suðurnes við Holtsgötu.