Fólk í sjokki og götum lokað
Rétt rúmum tveim mánuðum eftir hryðjuverkin hræðilegu á sér aftur stað hræðilegur atburður í Bandaríkjunum. Flugvél hrapar með 255 farþega innanborðs í Queens í New York. Þrír Suðurnesjamenn á vegum Keflavíkurverktaka, Kári Arngrímsson, Albert B. Hjálmarsson og Íris Sigtryggsdóttir voru í New York að skoða rústir World Trade Center byggingarinnar þegar flugvél American Airlines steyptist niður í borgina í fyrradag.
„Þetta er mjög furðulegt. Það var mikil öryggisgæsla í borginni fyrir slysið en núna er þetta allt mjög skrítið“, segir Kári. „Á milli kl. 9 og 9:30 varð allt vitlaust en við vorum þá stödd í World Trade Center. Við fréttum síðan af því að flugvél hefði hrapað.“ Öllum götum borgarinnar hefur verið lokað og útilokað að komast á milli staða nema fótgangandi að sögn Kára. Þau náði hins vegar að komast í leigubíl aftur á hótelið áður en götum borgarinnar var lokað.
Þremenningarnir áttu flug til Íslands daginn sem slysið varð en öllum flugvöllum í New York var lokað. Þau vonuðust hins vegar eftir því að komast heim á miðvikudag með flugi í gegn um Baltimor. „Það eru allir í miklu sjokki hérna. Fólk var rétt að jafna sig á atburðunum fyrir tveimur mánuðum og það er ótrúlegt að borgin skuli yfirleitt funkera“, segir Kári. „Við viljum bara komast heim sem fyrst, það er ekkert gaman að vera hérna úti í þessum aðstæðum.“
„Þetta er mjög furðulegt. Það var mikil öryggisgæsla í borginni fyrir slysið en núna er þetta allt mjög skrítið“, segir Kári. „Á milli kl. 9 og 9:30 varð allt vitlaust en við vorum þá stödd í World Trade Center. Við fréttum síðan af því að flugvél hefði hrapað.“ Öllum götum borgarinnar hefur verið lokað og útilokað að komast á milli staða nema fótgangandi að sögn Kára. Þau náði hins vegar að komast í leigubíl aftur á hótelið áður en götum borgarinnar var lokað.
Þremenningarnir áttu flug til Íslands daginn sem slysið varð en öllum flugvöllum í New York var lokað. Þau vonuðust hins vegar eftir því að komast heim á miðvikudag með flugi í gegn um Baltimor. „Það eru allir í miklu sjokki hérna. Fólk var rétt að jafna sig á atburðunum fyrir tveimur mánuðum og það er ótrúlegt að borgin skuli yfirleitt funkera“, segir Kári. „Við viljum bara komast heim sem fyrst, það er ekkert gaman að vera hérna úti í þessum aðstæðum.“