Fólk í fyrirrúmi í starfsáætlun íþrótta- og tómstundadeildar Reykjanesbæjar
Íþrótta- og tómstundadeild Reykjanesbæjar hefur gefið út starfsáætlun fyrir árið 2002 undir kjörorðinu "fólk í fyrirrúmi". Við gerð starfsáætlunarinnar er tekið mið af stefnumótin sveitarfélagsins til þriggja ára í málaflokknum.
Markmið deildarinnar eru samkvæmt stefnumótun að Reykjanesbær verði þekktur fyrir öflugt og framsækið íþrótta-, tómstunda-, og forvarnarstarf.
Til að fylgja því eftir verður gerður samstarfssamningur við Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar um viðurkenningu fyrir virka þátttöku ungs fólks í íþróttum og félagsstarfi. Jafnframt verður unnið að stofnun knattspyrnubrautar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Íþróttamannvirki
Lögð verður áhersla á hinn mikilvæga þátt starfsfólks íþróttamannvirkja og félagsmiðstöðva í starfseminni, þjónustulund þeirra og starfsánægju.
Auk almenns viðhalds hvers mannvirkis verður stuðst við framkvæmdaáætlun TÍR 2002 sem samþykkt hefur verið af bæjarstjórn. Heildarkostnaður vegna viðhalds og framkvæmda við íþróttamannvirki bæjarins er áætlaður um 75 milljónir króna á árinu 2002.
Unglingar
Starfið í Fjörheimum verður með hefðbundnu sniði sumarið 2002 m.a. samvinna við Vinnuskólann um Sumarfjör sem fyrst og fremst er ætlað nemendum í 7. bekk
Útideildin starfar samkvæmt venju í samvinnu við lögreglu, barnaverndaryfirvöld og foreldrasamtök og skóla.
Tómstundastarf eldri borgara
Auk fastra liða í tómstundastarfi eldri borgara verður boðið upp á bútasaumsnámskeið, útskurðarnámskeið og myndmenntanámskeið. Tölvunámskeið verða í boði ef næg þátttaka fæst. Í maí sýna 100 eldri borgarar verk sín á handverkssýningu sem haldin er annað hvert ár.
Áætlað er a auka enn frekar samstarf þeirra sem vinna í tómstundageiranum og innan frjálsra félaga á árinu. Meðal annars hefur komið upp hugmynd að kynslóðarbrúarmóti í pútti milli félaga í Púttklúbbi Suðurnesja og grunnskólanemenda.
Leiksvæði
Í framhaldi af úttekt sem gerð var af Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar á ástandi leiktækja á opnum svæðum verður áfram unnið að endurbótum þar sem sérstök áhersla verður lögð á öryggisþátt leiktækjanna.
Forvarnastarf
Unnið verður að forvarnarstefnu fyrir Reykjanesbæ í samvinnu við þau félög sem láta sig forvarnir varða en verkefnið Reykjanesbær á réttu róli er nú í endurskoðun hjá ÍRB og TÍR.
Reykjanesbær tekur þátt í vinabæjarmóti sem haldið verður í Kerava í Finnlandi dagana 22. - 26. júní 2002. Keppt verður í sundi og er undirbúningur þegar hafinn í samvinnu við sunddeildirnar.
Reglur Afreks- og styrktarsjóðs verða endurskoðaðar og hin ýmsu tómstundafélög verða hvött til þess að mynda með sér bandalag; Tómstundabandalag Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær.is greinir frá.
Markmið deildarinnar eru samkvæmt stefnumótun að Reykjanesbær verði þekktur fyrir öflugt og framsækið íþrótta-, tómstunda-, og forvarnarstarf.
Til að fylgja því eftir verður gerður samstarfssamningur við Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar um viðurkenningu fyrir virka þátttöku ungs fólks í íþróttum og félagsstarfi. Jafnframt verður unnið að stofnun knattspyrnubrautar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Íþróttamannvirki
Lögð verður áhersla á hinn mikilvæga þátt starfsfólks íþróttamannvirkja og félagsmiðstöðva í starfseminni, þjónustulund þeirra og starfsánægju.
Auk almenns viðhalds hvers mannvirkis verður stuðst við framkvæmdaáætlun TÍR 2002 sem samþykkt hefur verið af bæjarstjórn. Heildarkostnaður vegna viðhalds og framkvæmda við íþróttamannvirki bæjarins er áætlaður um 75 milljónir króna á árinu 2002.
Unglingar
Starfið í Fjörheimum verður með hefðbundnu sniði sumarið 2002 m.a. samvinna við Vinnuskólann um Sumarfjör sem fyrst og fremst er ætlað nemendum í 7. bekk
Útideildin starfar samkvæmt venju í samvinnu við lögreglu, barnaverndaryfirvöld og foreldrasamtök og skóla.
Tómstundastarf eldri borgara
Auk fastra liða í tómstundastarfi eldri borgara verður boðið upp á bútasaumsnámskeið, útskurðarnámskeið og myndmenntanámskeið. Tölvunámskeið verða í boði ef næg þátttaka fæst. Í maí sýna 100 eldri borgarar verk sín á handverkssýningu sem haldin er annað hvert ár.
Áætlað er a auka enn frekar samstarf þeirra sem vinna í tómstundageiranum og innan frjálsra félaga á árinu. Meðal annars hefur komið upp hugmynd að kynslóðarbrúarmóti í pútti milli félaga í Púttklúbbi Suðurnesja og grunnskólanemenda.
Leiksvæði
Í framhaldi af úttekt sem gerð var af Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar á ástandi leiktækja á opnum svæðum verður áfram unnið að endurbótum þar sem sérstök áhersla verður lögð á öryggisþátt leiktækjanna.
Forvarnastarf
Unnið verður að forvarnarstefnu fyrir Reykjanesbæ í samvinnu við þau félög sem láta sig forvarnir varða en verkefnið Reykjanesbær á réttu róli er nú í endurskoðun hjá ÍRB og TÍR.
Reykjanesbær tekur þátt í vinabæjarmóti sem haldið verður í Kerava í Finnlandi dagana 22. - 26. júní 2002. Keppt verður í sundi og er undirbúningur þegar hafinn í samvinnu við sunddeildirnar.
Reglur Afreks- og styrktarsjóðs verða endurskoðaðar og hin ýmsu tómstundafélög verða hvött til þess að mynda með sér bandalag; Tómstundabandalag Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær.is greinir frá.