Fólk hvatt til að kynna sér leiðbeiningar í símaskránni
Árið 1973 varð jarðskjálfti af svipaðri stærð við Krísuvík og sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í samtali við hádegisfréttir Ríkisútvarpsins að búast mætti við öflugum eftirskjálftum næsta eina og hálfa sólarhringinn. Ragnar segir ekkert hafa komið fram sem bendi til þess að eldgos sé að hefjast. Fólki á suðvesturhorninu er bent á að kynna sér leiðbeiningar í símaskránni á blaðsíðu 28 til 31 um hvernig bregðast á við í jarðskjálftum.