Fólk hvatt til að draga fána að húni
Þriðju dagur Ljósanæturhátíðarinnar er genginn í garð og að sögn Steinþórs Jónssonar, formanns Ljósanæturnefndar, hefur öll dagskráin gengið vel upp og framar vonum. Í dag er bjart og stillt veður í Reykjanesbæ og úrkomulaust. Steinþór hvatti, í samtali við Víkurfréttir, fólk til að draga fána að húni áður en það heldur niður í bæ til að fylgjast með dagskrá dagsins.
Myndin: Freyja Sigurðardóttir vaxtaræktarkona og Jökull sonur hennar spókuðu sig við Hafnargötuna í gærdag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin: Freyja Sigurðardóttir vaxtaræktarkona og Jökull sonur hennar spókuðu sig við Hafnargötuna í gærdag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson