Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fólk búi sig undir öflugan jarðskjálfta
Laugardagur 11. apríl 2020 kl. 14:03

Fólk búi sig undir öflugan jarðskjálfta

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni segir líkur á skjálfta um og rétt yfir 6 á stærð á Reykjanesi hafi aukist. Þetta kemur fram á vef RÚV. Fólk er beðið að huga að innanstokksmunum.

Veðurstofan hefur mælt ríflega átta þúsund skjálfta á Reykjanesskaga frá því í lok janúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það hefur gerst áður að svona miklar jarðskjálftahrinur hafi riðið yfir reykjanesskagann. Þá hafa orðið stærri skjálftar sem við verðum að búa okkur undir að geti orðið. Þá er ég að tala um skjálfta sem urðu í Brennisteinsfjöllum 1929 og 1968. Þetta eru skjálftar sem eru um og rétt yfir sex að stærð. Slíkir skjálftar munu hafa áhrif á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún í samtali við RÚV.

Kristín segir ekki ljóst hvenær sá skjálfti myndi ríða yfir en líkur á skjálfta á þessari stærðargráðu hafi aukist. „Við getum ekki sagt hvort slíkur skjálfti komi á morgun eða hvort það eru einhver ár í hann.“

Hér má lesa frétt RÚV um málið.