Fólk á Suðurnesjum hvatt til að nýta sér þjónustu Heyrnarverndar
Víkurfréttum hefur borist fréttatilkynning frá Heyrnarvernd þar sem fólk er hvatt að nýta sér þjónustu Heyrnarverndar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Eru stjórnendur fyrirtækja hvattir til að láta fylgjast með heyrn þeirra starfsmanna er starfa hávaða sem er yfir 85dB. Einnig eru foreldrar sem varir eru við að barnið heyri illa eða fylgist illa með því sem gerist í kringum það og fólk með heyrnartæki hvatt til að nýta sér þessa mikilvægu þjónustu.
Hvatning frá Heyrnarvernd HSS
Með reglubundnu eftirliti starfsmanna sem vinna í starfsumhverfi yfir 85 dB og viðeigandi umbótum á vinnustað, má koma í veg fyrir heyrnarskemmdir allt að 90%. Því viljum við hvetja forráðamenn fyrirtækja og stofnana til að láta fylgjast með heyrn starfsmanna sinna.
Börn geta komið í nákvæmari heyrnarmælingu til okkar en gerð er skólanum. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með heyrn barna, tiltölulega lítil heyrnarskerðing getur seinkað málþroska og bjagað tal þeirra. Einnig geta þau átt við námserfiðleika að stríða af þessum sökum.
Fólk með heyrnartæki er hvatt til að nota sér þjónustu okkar, og koma með tækin til hreinsunar. Einnig skiptum við um leiðslur og seljum rafhlöður.
Með hækkuðum meðalaldri manna á Íslandi hefur gætt vaxandi heyrnarskerðingar. Þriðji hver maður yfir sjötugt er félagslega einangraður sökum heyrnarskerðingar og þarfnast ef til vill heyrnartækis. Það getur verið erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að eitthvað sé að. Kannast þú við eitthvað af þessu?
Að eiga erfitt með að heyra talað mál í fjölmenni.
Að vera utanveltu í samræðum.
Að standa þig að því að misskilja og svara út í hött.
Að eiga í erfiðleikum með samskipti innan fjölskyldunnar.
Að eiga í erfiðleikum með samskipti á vinnustað.
Að heyra illa talað mál í sjónvarpi og útvarpi.
Að njóta ekki leiksýninga eða samkvæma.
Að hafa átt erfitt með tungumálanám.
Eigi þessi lýsing við þig eða einhvern þér nákominn, er fyrsta skrefið að fara í heyrnarmælingu og fá úr því skorið hvort um heyrnarskerðingu er að ræða. Sé svo þarf að fara í nákvæmari rannsóknir og læknisskoðun. Heyrnartæki geta oftast hjálpað og því fyrr sem farið er, því meiri líkur eru á að hægt verði að aðlagast og nýta sér heyrnartækið til fullnustu. Heyrnarskerðing á fullorðinsaldri getur valdið verulegri félagslegri fötlun, óöryggi og þunglyndi sem hlýst af aukinni einangrun.
Viljir þú nota þér þjónustu okkar og panta tíma, þá vinsamlegast hafið samband við undirritaða eða afgreiðslu stofnunarinnar í síma 4220500.
F.h. Heyrnarverndar
Eygló Hjálmarsdóttir
Hvatning frá Heyrnarvernd HSS
Með reglubundnu eftirliti starfsmanna sem vinna í starfsumhverfi yfir 85 dB og viðeigandi umbótum á vinnustað, má koma í veg fyrir heyrnarskemmdir allt að 90%. Því viljum við hvetja forráðamenn fyrirtækja og stofnana til að láta fylgjast með heyrn starfsmanna sinna.
Börn geta komið í nákvæmari heyrnarmælingu til okkar en gerð er skólanum. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með heyrn barna, tiltölulega lítil heyrnarskerðing getur seinkað málþroska og bjagað tal þeirra. Einnig geta þau átt við námserfiðleika að stríða af þessum sökum.
Fólk með heyrnartæki er hvatt til að nota sér þjónustu okkar, og koma með tækin til hreinsunar. Einnig skiptum við um leiðslur og seljum rafhlöður.
Með hækkuðum meðalaldri manna á Íslandi hefur gætt vaxandi heyrnarskerðingar. Þriðji hver maður yfir sjötugt er félagslega einangraður sökum heyrnarskerðingar og þarfnast ef til vill heyrnartækis. Það getur verið erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að eitthvað sé að. Kannast þú við eitthvað af þessu?
Eigi þessi lýsing við þig eða einhvern þér nákominn, er fyrsta skrefið að fara í heyrnarmælingu og fá úr því skorið hvort um heyrnarskerðingu er að ræða. Sé svo þarf að fara í nákvæmari rannsóknir og læknisskoðun. Heyrnartæki geta oftast hjálpað og því fyrr sem farið er, því meiri líkur eru á að hægt verði að aðlagast og nýta sér heyrnartækið til fullnustu. Heyrnarskerðing á fullorðinsaldri getur valdið verulegri félagslegri fötlun, óöryggi og þunglyndi sem hlýst af aukinni einangrun.
Viljir þú nota þér þjónustu okkar og panta tíma, þá vinsamlegast hafið samband við undirritaða eða afgreiðslu stofnunarinnar í síma 4220500.
F.h. Heyrnarverndar
Eygló Hjálmarsdóttir