Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fólk á gosstað minnt á sóttvarnir með SMS-skeyti
Frá Geldingadölum. Mynd: Þór Magnússon
Föstudagur 26. mars 2021 kl. 19:11

Fólk á gosstað minnt á sóttvarnir með SMS-skeyti

Fólk í sóttkví á ekki að fara í gönguferð að gosstað

Vegna mikils mannfjölda við eldstöðvarnar undafarna daga vilja sóttvarnalæknir og almannavarnir minna á sóttvarnir vegna COVID-19. Blikur eru á lofti í þróun faraldursins og því mjög brýnt að farið sé eftir gildandi sóttvarnarreglum.

Fólk í sóttkví á ekki að fara í gönguferð að gosstað þar sem sú ferð er mun lengri en gönguferð í nágrenni sóttkvíarstaðar. Þetta á við alla í sóttkví, bæði ferðafólk og fólk búsett hér á landi.

Neyðarlínan sendi út sms tilkynningu sem berst í síma á afmörkuðu svæði í kringum gosstaðinn. Möguleiki er á, eins og gerst hefur áður, að sms skilaboðin berist í síma sem staðsettir eru eitthvað út fyrir þetta afmarkaða svæði sem valið var að senda skilaboðin. Ef það verður raunin í þetta sinn þá minnum við á að skilaboðin eru ætluð þeim sem eru að heimsækja eldstöðvarnar. Nánari upplýsingar um eldgosið er að finna á nýju vefsvæði almannavarna, þar er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar eins og gönguleið að gosstaðnum, gasmengun á staðnum og fleira: www.almannavarnir.is/eldgos

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skilaboðin sem fara á símtæki á fyrirfram ákveðið svæði í kringum eldstöðina:
Munum sóttvarnir vegna COVID-19 við eldstöðvarnar. Við erum öll almannavarnir www.almannavarnir.is/eldgos