Fok og vatnstjón í nótt
Nokkuð hvasst var eftir miðnættið á Suðurnesjum og bárust nokkrar tilkynningar til lögreglu um lausa hluti sem fóru af stað í haustvindinum. Engin foktjón voru tilkynnt til lögreglunnar en vatnstjón varð í geymslu við Smáratún þar sem niðurföll höfðu ekki undan og rigningarvatn flæddi þar inn. Mannskapur frá Brunavörnum Suðurnesja kom á staðinn og aðstoðaði við að losa frá niðurföllum losa vatnið úr geymslunni.