Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fögnuðu 40 ára afmæli FS
Þriðjudagur 13. september 2016 kl. 06:00

Fögnuðu 40 ára afmæli FS

Fjölbrautaskóli Suðurnesja var settur í fyrsta sinn þann 11. september 1976 og á því fjörutíu ára afmæli um þessar mundir. Nemendum og starfsfólki var af því tilefni boðið upp á köku í gærmorgun til að fagna tímamótunum.

Opið hús verður hjá skólanum laugardaginn 24. september næstkomandi þar sem boðið verður upp á skemmtilega afmælisdagskrá. Gamlir nemendur eru hvattir til að safnast saman, hitta gamla félaga, jafnvel gamla kennara og eiga saman góða stund. Opna húsið verður frá klukkan 13:00 til 16:30. Hátíðarræður verða í matsal nemenda frá 14:00 til 14:30. Frá 14:30 til 16:30 verða svo tónleikar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftirfarandi eru myndir frá afmælisveislunni í FS í gærmorgun.