Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FMS veitti sjö björgunarsveitum styrki
Föstudagur 14. desember 2007 kl. 16:10

FMS veitti sjö björgunarsveitum styrki

Fiskmarkaður Suðurnesja á 20 ára starfsafæmi á þessu ári en hann var stofnaður um mitt árið 1987. Fyrsta uppboðið fór fram þann 14. september það sama ár.

Af þessu tilefni ákváðu forsvarsmenn Fiskmarkaðsins að styðja við góð málefni og voru styrkir upp á samtals 1400 þúsund krónur veittir til til þeirra björgunarsveita sem starfa á starfsvæði FMS.  Þá var forvarnarverkefninu Lundi veittur 50 þúsund króna styrkur en FMS hefur haft þann háttinn á að í stað þess að senda út jólakort er fjárhæðin notuð til að styrkja gott málefni. Erlingur Jónssona, forsvarsmaður Lundar, tók við styrknum.

Hver björgunarsveit fékk 200 þúsund króna styrk en þær eru: Sigurvon í Sandgerði, Þorbjörn í Grindavík, Suðurnes í Reykjanesbæ, Ægir í Garði, Björgunarsveit Hornafjarðar, Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Björgunarfélag Ísafjarðar. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024