Flytur rússnesk meistaraverk í Hörpu
Tónleikar, sem hugsaðir eru sem tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands, verða haldnir þann 10. september næstkomandi í Kaldalóni í Hörpu, en söngkonan Alexandra Cheryshova verður ein af flytjendum. Ásamt henni syngur Vladimir Gerts, Elina Valieva leikur á píanó og Ingunn Hreinberg Indriðadóttir verður kynnir.
Á tónleikunum má heyra úrval meistaraverka klassískrar tónlistar frá Rússlandi og segir Alexandra tónleikana vera frábært tækifæri til þess að upplifa rómantíska tónlist gegnum tvær aldir í Rússlandi, en hún er einnig framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi tónleikanna.
Alexandra Chernyshova var valin í hóp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2014 fyrir framlag sitt til menningar á Íslandi. Hún er vel menntuð í tónlist frá skólum víðs vegar um heim og hefur einnig sungið um allan heim.
Hægt er að tryggja sér miða á tónleikana hér.