Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flytja höfuðstöðvar frá Hafnarfirði í Voga
Föstudagur 30. október 2015 kl. 09:26

Flytja höfuðstöðvar frá Hafnarfirði í Voga

- Stofnfiskur sækir um byggingaleyfi fyrir 900 m2 skrifstofuhúsnæði

Stofnfiskur hf. hefur lagt inn umsókn um byggingaleyfi fyrir u.þ.b. 900 m2 skrifstofuhúsnæði á athafnasvæði félagsins í Vogavík við Vog. Stofnfiskur hf. hyggst flytja höfuðstöðvar sínar úr Hafnarfirði í Voga, þegar húsið verður tilbúið. Fyrirtækið áformar jafnframt talsverða uppbyggingu fyrir framleiðslustarfsemi sína í kjölfar þessarar uppbyggingar.

„Þetta eru mikil tímamót í starfsemi félagsins, og ekki síður fyrir sveitarfélagið,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum.

Hann segir umsóknina jákvæðar og uppbyggilegar fréttir fyrir sveitarfélagið og samfélagið allt. Byggingafulltrúi hefur þegar tekið umsóknina til úrvinnslu og afgreiðslu, gera má ráð fyrir að það ferli taki örfáar vikur. Stofnfiskur áformar að hefja jarðvegsframkvæmdir um leið og tilskilin leyfi liggja fyrir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024