Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flybus Keflavík tengir við Leifsstöð
Keflavíkurflugvöllur
Fimmtudagur 11. ágúst 2022 kl. 10:37

Flybus Keflavík tengir við Leifsstöð

Frá og með mánudeginum 15. ágúst geta farþegar tengst Keflavíkurflugvelli með auðveldari hætti, en þá hefst rekstur Flybus Keflavík. Þannig tengir Flybus Keflavík helstu gististaði Reykjaness við Leifsstöð en mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustu sem þessari.

Flybus Keflavík mun koma til með að sækja farþega á þrjú hótel í Reykjanesbæ alla morgna og flytur að flugstöðinni og hefst þjónustan kl. 04:45. Hótelin sem um ræðir eru Hótel Keflavík, Park Inn og Courtyard by Marriott.

Með þessari þjónustu býðst flugfarþegum hagkvæmur og umhverfisvænn kostur til að komast í flug. Þeir erlendu ferðamenn og þeir Íslendingar sem kosið hafa að velja gistinótt í Reykjanesbæ í aðdraganda utanlandsferða, hafa hingað til þurft að reiða sig á leigubíla eða greiða bílastæðagjald fyrir einkabíl sinn í einhvern tíma, til að komast á flugvöllinn. Flybus Keflavík leysir nú þann vanda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frítt er fyrir farþega yngri en fimm ára í Flybus Keflavík, sex til fimmtán greiða 749 krónur og farþegar eldri en sextán ára greiða 1.499 krónur fyrir akstur að flugstöðinni.

Reykjavík Excursions er hluti fyrirtækja í samstæðu ICELANDIA, sem er miðstöð ferðalausna og upplifana á Íslandi og rekur uppruna sinn allt aftur til ársins 1968, en fyrirtækin sinna ferðamönnum með heilstæðri en ólíkri þjónustu sem nær allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.