Fluttur í Reykjavík eftir reiðhjólaóhapp
13 ára drengur slasaðist á höfði er hann féll af hjóli á Hátúni í Reykjanesbæ í gærdag. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan í sjúkrahús í Reykjavík til frekari aðhlynningar.
Á næturvaktinni var einn ökumaður stöðvaður á leið sinni frá veitingahúsi í Keflavík. Í ljós kom að hann ók undir áhrfum áfengis. Þá var einn bifreiðareigandi áminntur fyrir að vanrækja að færa bíl sinn til skoðunar.
Mynd úr safni