Sunnudagur 18. september 2005 kl. 18:03
Fluttur blóðugur á sjúkrahús eftir slagsmál í Sandgerði
Tilkynnt var um slagsmál í Sandgerði og er lögreglan kom á staðinn voru þau yfirstaðin. Einn aðili var nokkuð blóðugur í andliti og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.