Fluttur á slysadeild eftir veltu í Hvassahrauni
Um kl. 08 í morgun var tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hvassahrauni. Þar hafði jeppabifreið hafnað utanvegar sökum hálku og valt hún eina veltu.
Ökumaðurinn sem var einn í bifreiðinni var fluttur á slysadeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi með minniháttar meiðsl.
Þarna var um þriðja hálkuóhappið í umferðinni á skömmum tíma sem lögreglan í Keflavík sinnti en auk þess var eitt slíkt við Straumsvík sem lögreglan í Hafnarfirði sinnti.
Virðist sem hálkan hafi komið ökumönnum á óvart þennan morguninn.
Ökumaðurinn sem var einn í bifreiðinni var fluttur á slysadeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi með minniháttar meiðsl.
Þarna var um þriðja hálkuóhappið í umferðinni á skömmum tíma sem lögreglan í Keflavík sinnti en auk þess var eitt slíkt við Straumsvík sem lögreglan í Hafnarfirði sinnti.
Virðist sem hálkan hafi komið ökumönnum á óvart þennan morguninn.