Fluttur á sjúkrahús í Reykjavík
Ökumaður á litlu torfæruhjóli var fluttur á Landsspítala í Reykjavík með áverka eftir árekstur við fólksbíl á Njarðvíkurbraut í Innri Njarðvík nú síðdegis.
Áreksturinn varð á mótum Njarðvíkurbrautar og Stapagötu skömmu fyrir kl. 18. Tveir sjúkrabílar og fjölmennt lögreglulið var sent á vettvang. Hinn slasaði var fyrst sendur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en síðan áfram á sjúkrahús í Reykavík til frekari rannsókna.
Mynd: Frá slysstað í Njarðvík nú síðdegis. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson