Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fluttur á Landsspítala eftir líkamsárás
Þriðjudagur 5. desember 2006 kl. 10:09

Fluttur á Landsspítala eftir líkamsárás

Tveir karlmenn eru í haldi lögreglunnar í Keflavík eftir að þeir voru handteknir þar um hálf sjö í gærkvöldi, vegna líkamsárásar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í morgun. Þeir höfðu ráðist á mann fyrir utan heimili hans í bænum og leikið hann svo hart að hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans þar sem gert var að sárum hans.

Árásarmennirnir munu ekki hafa verið ölvaðir og ber málið keim einhverskonar innheimtu eða uppgjörs sagði í frétt stöðvarinnar.

Mynd úr safni VF

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024