Fluttur á HSS eftir umferðarslys
Drengur varð fyrir bifreið í Njarðvík á mánudaginn. Hann var að hjóla eftir Njarðarbraut og lenti á hægra framhorni bifreiðarinnar. Drengurinn sem er 16 ára, hlaut minniháttar áverka á úlnlið og fór í skoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Skemmdir urðu á bifreiðinni eftir áreksturinn við reiðhjólið, ljós brotnaði og stuðari skemmdist.