Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fluttur á HSS eftir bílveltu
Föstudagur 15. desember 2006 kl. 08:47

Fluttur á HSS eftir bílveltu

Bílvelta varð á Garðvegi á áttunda tímanum í gærmorgun.  Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, missti vald á henni með þeim afleiðingum að hún hafnaði um 12 metra útaf veginum.  Vegfarendur sem komu að losuðu ökumann úr bílbelti og var hann síðan fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.  Kenndi hann til eymsla í hálsi og baki.  Bifreiðin var mjög illa farin og því flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Þá urðu tvö önnur minniháttar umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í gær, en engin slys urðu á fólki.

Um hádegisbil varð kona fyrir því að renna til á stétt með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði.  Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðan á Háskólasjúkrahúsið í Fossvogi þar sem hún fór í aðgerð.

Þá var einn ökumaður kærður fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaður.

Loftmynd af HSS/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024