Föstudagur 1. október 2004 kl. 09:09
Fluttur á HSS eftir bílveltu
Um hádegisbilið í gær fór bifreið út af Garðskagavegi og valt. Ökumaður sem var einn í bifreiðinni var fluttur á HSS til skoðunnar en fór heim að skoðun lokinni. Bifreiðin, sem er mikið skemmd, var flutt á brott með kranabifreið.
Annars var dagvaktin með rólegra mót hjá Lögreglunni í Keflavík