Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fluttur á HSS eftir árekstur
Miðvikudagur 21. desember 2005 kl. 09:28

Fluttur á HSS eftir árekstur

Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks í Njarðvík síðdegis í gær. Enginn meiddist alvarlega í slysinu en einn var fluttur á HSS. Meiðsli hans reyndust minniháttar og fékk hann að fara að skoðun lokinni. Bifreiðarnar voru talsvert skemmdar og voru fjarlægðar með dráttarbifreið.

Tveir aðrir minniháttar árekstrar urðu í gær að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá var lögreglu tilkynnt um skemmdir á vinnuvél á Ísólfsskálavegi við Festarfjall. Höfðu verið brotnar tvær rúður í vinnuvélinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024