Flutt til Reykjavíkur eftir útafakstur
Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut við Vatnsleysustrandarveg um hádegisbilið í gær þar sem fólksbifreið fór útaf veginum. Ökumaður fékk höfuðhögg og skurð á enni og var fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar.
Lögreglan tók einnig tvo ökumenn fyrir of hraðan akstur, annar var á Reykjanesbraut og hinn á Hringbraut í Keflavík. Þá voru tveir ökumenn voru kærðir fyrir að tala í síma, einn fyrir að endurnýja ekki ökuskírteini sitt og fjórir ökumenn voru áminntir vegna vanbúnaðar ljósa.
Lögreglan tók einnig tvo ökumenn fyrir of hraðan akstur, annar var á Reykjanesbraut og hinn á Hringbraut í Keflavík. Þá voru tveir ökumenn voru kærðir fyrir að tala í síma, einn fyrir að endurnýja ekki ökuskírteini sitt og fjórir ökumenn voru áminntir vegna vanbúnaðar ljósa.