Flutt á sjúkrahús með mar og eymsli eftir knattspyrnuiðkun
				
				
Lögregla og sjúkrabíll voru send í Reykjaneshöllina á sunnudag en þar hafði stúlka meiðst á fæti við knattspyrnuiðkun.  Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til læknisskoðunar. Stúlkan reyndist hafa sloppið með mar og eymsli en ekki fylgdi sögunni hvort hún hafi fengið bláan Strumpaplástur, sem mun vera það vinsælasta á íþróttameiðsli í dag, samkvæmt Svínasúpunni á Stöð 2 um helgina.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				