Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu á Reykjanesbraut
Kona og barn voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir bílveltu á Reykjanesbraut nú síðdegis. Pallbifreið var ekið til Suðurnesja og virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór veltur og hafnaði í vegarkantinum.
Slysið varð á Strandarheiði en vegurinn var mjög blautur eftir rigningar dagsins. Samkvæmt upplýsingumm frá Brunavörnum Suðurnesja, sem annast sjúkraflutninga, slasaðist fólkið ekki alvarlega.
Myndir frá slysstað nú síðdegis. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson