Flutt á HSS eftir slys á braut
Tvær bifreiðar lentu í árekstri á Reykjanesbraut skammt vestan við Grindavíkurveg á ellefta tímanum í gærkvöldi. Bifreið sem ekið var vestur Reykjanesbraut fór að rása á hálli brautinni og fer yfir á gagnstæðan vegarhelming og lendir á bifreið sem ekið er í gagnstæða átt. Ökumaður annarar bifreiðarinnar var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna verkja í baki og bringu.