Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flutt á HSS eftir harðan árekstur
Miðvikudagur 26. september 2007 kl. 09:16

Flutt á HSS eftir harðan árekstur

Harður árekstur varð milli tveggja fólksbíla á mótum Sandgerðisvegar og Miðnesheiðarvegar um kl. 21.30 í gærkvöldi, en öðrum fólksbílnum var ekið aftan á hinn. Einn var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna hálsmeiðsla. Flytja þurfti báða bílana á brott með dráttarbíl en þeir voru illa farnir eftir áreksturinn.

Fyrr um daginn valt bifreið á Garðvegi, skammt frá golfskálanum, og slapp ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, ómeiddur.

Mynd úr safni VF
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024